
UPPLIFÐU GUFUÁ
Einstakar upplifanir í anda hæglætis
GUFUÁ ER EINSTAKUR SVEITABÆR SEM LEYNIST Í BORGARFIRÐI
Á Gufuá fléttum við saman búskap og ferðamennsku með áherslu á núvitund. Við trúum á sjálfbærni og samspil milli manns og náttúru og þetta samspil er kjarninn í öllu sem við gerum.
UPPLIFÐU GUFUÁ
Við bjóðum uppá þrennskonar upplifanir, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Hvort sem þú vilt hitta húsdýrin á bænum eða rölta um landnámsjörðina Gufuá á vörðugöngu með sagnaþul og kynnast sögu, sérkennum og ábúendum þá eru upplifanirnar öðruvísi, einstaklega skemmtileg og fróðleg afþreying.
FÓLKIÐ
Ég heiti Sigga og ég hef stundað búskap með hesta, kindur og geitur í yfir 30 ár. Ég hef stundað nám í lífrænum landbúnaði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og lokið kennsluréttindanámi í vistrækt
(e. permaculture). Sjálfbærni og samspil milli manns og náttúru eru stór hluti af lífstíl mínum.
Ég hef mikinn metnað fyrir því að deila því sem ég hef lært með öðrum og sýna fram á að best er þegar allir hagnast - fólk, náttúra og dýr.
SMÁ FRÆGÐ OG FRAMI.
Við opnuðum fyrir upplifanirnar okkar sumarið 2020. Okkur til mikillar gleði voru viðtökurnar einstaklega jákvæðar, bæði frá gestum og fjölmiðlum. Við tókum saman nokkrar af þeim umfjöllunum sem okkur þótti vænst um, sem gefa góða mynd af því hvers er að vænta í upplifununum okkar, ásamt því að sýna hvað gestir okkar hafa að segja.
Flestar umfjallanirnar hér að neðan eru um Geitalabbið, en sú upplifun vakti langmesta athygli af þeim öllum. Það má með sanni segja að Geitalabbið hafi tekið yfir Ísland sumarið 2020!