Gufuá - BÝLIÐ

 

 

SVEITABÆRINN OKKAR GUFUÁ ER RÉTT NORÐAN VIÐ BORGARNES.

Gufuá hefur verið heimili ýmissa Íslendinga síðan landið var numið, en síðustu ábúendur fluttu burt 1964. Enginn bjó á jörðinni þar til við keyptum hana 2018.

Gufuá er staðsett í einstaklega fallegum hluta Borgarfjarðar. Á jörðinni eru birkivaxnir ásar, foss, gil og einstakt útsýni. Bærinn heitir í höfuðið á laxánni Gufuá sem rennur gegnum landið, en bærinn er hluti af landsvæðinu sem Skallagrímur Kveldúlfsson og seinna Egill Skallagrímsson réðu yfir fyrir um 1100 árum síðan.


Eftir að við settumst hér að, hefur Gufuá gefið okkur einstakt tækifæri til að flétta saman ástríðu okkar fyrir sjálfbærum búskap og ferðamennsku í anda hæglætis.

Hestamennska og tamningar á hestum hafa verið grunnurinn í starfsemi okkar Gufuárbænda í rúm 40 ár. Á Gufuá er enn stundum slík vinna og því er ekki ólíklegt að eitthvað sjáist af hrossum meðan á heimsókninni stendur. Síðan 2018 höfum við bætt við okkur allskyns nýjum vinum: Forystufé, geitum, hænum og svo eru hér auðvitað hundar og kettir. Sjálfbærni og samspil manns, náttúru og búsmala er grunnurinn að búskap okkar á Gufuá.

 

 
Gufua-6.jpg

SMÁ FORSAGA

Bærinn okkar stendur á berglögum sem eru ein þau elstu á Íslandi.
Egill Skallagrímsson, hið alræmda skáld og vígamaður, átti stór landsvæði kringum Borgarnes fyrir rúmum 1000 árum síðan. Skallagrímur faðir hans nam landið en leyfði mönnum sínum að búa innan þess svæðis sem hann hafði numið.

Einn þessara manna var Rauða-Björn og var hann landnámsmaður á Gufuá. Viðurnefnið kom frá því að hann var fyrsti maðurinn á Íslandi til að bræða járn og vinna málm úr mýrarrauða. Til þess beitti hann vísindalegri aðferð þar sem járnríkt vatn úr mýrum var notað til að búa til vopn og verkfæri. Mýrar þessar eru víða á Gufuá og eru auðþekkjanlegar út af rauða litnum. Landið er því fullkomið fyrir alla víkinga framtíðarinnar.

NÁTTÚRUVERNDARSTARF

 

Til að endurheimta fyrri landgæði jarðarinnar og vernda vistkerfi hennar höfum við sett ýmis verkefni í gang á Gufuá.

Árið 2019 hófst þar landbótaskógrækt í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Síðan það hófst hefur verið plantað um 10.000 trjám á jörðinni. Við ætlum að planta í 70 ha.lands alls– sem jafngildir svæði á stærð við 132 fótboltavelli! Við reiknum með að það taki um 10 ár að klárast. Gufuá er einnig ein af fyrstu jörðunum á Íslandi sem tekur þátt í tilraunaverkefninu LOGN (Landbúnaður og náttúruvernd) sem er unnið í anda High Nature Value farming. Verkefnið gengur út á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar, endurheimt og verndun vistkerfa, sjálfbæra nýtingu ræktunarlands, beitarstjórnun, samspil manns og náttúru sem og fræðslu, vöktun og kynningu til almennings.

Um miðja síðustu öld var mikið mýrlendi ræst fram á Íslandi til að þurrka land svo bændur gætu búið til ræktarland fyrir vaxandi landbúnað og beitarþörf. Framræsing lands stuðlar að losun gróðuhúsalofttegunda. Í samvinnu við Votlendissjóð hefur stöðuvatnið Rauðatjörn sem er á jörðinni verið endurheimt með því að loka skurði sem grafinn var úr því og þurrkaði það upp fyrir áratugum. Endurheimt þess og votlendisins þar í kring stuðlar að bindingu gróðurhúsalofttegunda og endurheimt upprunalegra vistkerfa landsins.

 
 

LANDIÐ OKKAR ER EINSTAKUR GRIÐASTAÐUR ÞAR SEM FERÐALANGAR GETA HÆGT Á SÉR OG NOTIÐ ÞÖGULLAR NÁTTÚRUFEGURÐAR.